Um mig

Agnes

Barkardóttir

39 ára, móðir, markþjálfi, eiginkona og reynslubolti af líf og sál

Menntun:

  • ACC Markþjálfi (PCC færni)
  • Grunn- og framhaldsnám frá Profectus.
  • MS forysta og stjórnun
  • BSc Innovation & Business verkfræði
  • Diplóm: Verkefnastjórnun, Mannauðsstjórnun og Leiðsögn um Ísland

Ástríða mín felst í því að hjálpa fólki að finna sína leið í lífinu, vaxa á þeim stað sem það kýs að vera á og ná markmiðum sínum. Mér þykir mikilvægt að aðstoða fólk við að sigrast á óttanum og stíga út fyrir „boxið“ og taka skrefin í átt að draumum sínum.

Óttann þekkjum við öll, kannski misvel, en við þurfum að kunna að mæta honum með æðruleysi og leyfa honum ekki stoppa okkur.

Í gegnum lífið hef ég hef oft og mörgum sinnum skipt um skoðun, breytt um stefnu og leið í lífinu. Ég vissi aldrei hvað mig langaði að verða þegar ég yrði stór og fylgdi því flæðinu í kringum mig. Fór í framhaldsskóla vegna þess að það var það sem maður „átti að gera“. Ég var um 18 ára þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekki að vera í framhaldsskóla og fór því á vinnumarkaðinn. Þar var ég heldur ekki að feta mig svo ég flutti erlendis. Tvisvar til Spánar og síðar Danmerkur. Ég bjó erlendis til ársins 2011. Ég var 24 ára þegar ég ákvað að nú skyldi ég læra eitthvað og hóf nám í Danmörku.

Allir draumar geta ræst! Það er alls ekki ólíklegt að fólk átti sig ekki á því hver þeirra draumastaða er en þá er ég tilstaðar til þess að finna hana.

En hvert skref í átt að þínum draumi er mikilvægt en ég aðstoða þig við að komast áfram þau skref. Eitt skref í einu.

Það er þó mjög algengt að draumastaðan breytist og það er allt í lagi!

Ég er mjög hvetjandi og um leið áskorandi.

Ég aðstoða þig við að sækja það fram sem þig langar svo þú fáir það besta út úr lífinu. Það er eitthvað sem við viljum öll, er það ekki? Lifa okkar besta lífi!

Ég hef mjög mikla reynslu úr námi, starfi og lífinu sjálfu. Ég bý yfir margra ára reynslu af allskyns uppákomum sem lífið hefur hent í mig. T.d andlegar og líkamlegar áskoranir, erfiðar upplifanir og tilfinningar, streitu og mörg áföll. 
Einnig hef ég reynslu af markþjálfun og ráðgjöf, almennri stjórnun, innleiðingum stefna og gæðakerfa og mannlegum samskiptum.

Hafa samband
ab-logo-svart.png

Markþjálfun fyrir þig

Markþjálfun getur hjálpað einstaklingi að ná betri árangri í lífi og starfi, bætt samskipti, aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum og aukið lífshamingju.
Hafa samband
Sími: 845 5230
221 Hafnarfjörður
agnes@agnesbarkar.is

Flýtileiðir