Þjónusta

Hvað er

markþjálfun?

- 72% þeirra sem hafa markþjálfa, bæta          samskiptahæfni sína til muna
- 96% þeirra sem sækja markþjálfun, vilja koma aftur – og aftur

    • Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná árangri og auka skilvirkni sína
    • Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa fólki að öðlast skýrari framtíðarsýn 
    • Markþjálfun opnar augu fólks fyrir því hvernig það getur nýtt styrkleika sína til að raungera eigin sýn
    • Markþjálfun er samræðuferli þar sem vitundarsköpun markþegans opnar á nýjar lausnir og tækifæri
Image
Image
Image

Markþjálfun á rætur sínar að rekja í ýmsar fræði- greinar, m.a. leiðtogafræði, sálfræði, félagsfræði, taugavísindi og kennslufræði.

Markþjálfi er ekki ráðgefandi heldur leggur áherslu á að viðskipta- vinurinn leiti sjálfur lausna á hverju máli sem tekið er fyrir.

Markþjálfinn heldur hinsvegar utan um ferlið og nær með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum að beina viðskiptavininum sjálfum að kjarna málsins og í gegnum ögrandi samræður. Markþjálfun er eins og púsluspil þar sem megin tilgangurinn er að leggja nokkur púsl á hverjum fundi þar til heildarmyndin er skýr.

Sú heildarmynd sem teiknuð er upp, er í flestum tilvikum ný og kraftmikil, þar sem búið er að breyta draumum og væntingum viðskiptavinar í skýr markmið með tilheyrandi aðgerðum og áætlun.

Ástæðan fyrir að markþjálfun hefur fest sig í sessi á undanförnum árum er einfaldlega að hún skilar árangri. Þeir sem notið hafa góðrar markþjálfunar, vita að hún er framúrskarandi aðferð til að ná markmiðum sínum, breyta takmarkandi hegðun eða einfaldlega að hugsa lífið aðeins upp á nýtt.

„Breytingar munu ekki eiga sér stað ef við erum alltaf að bíða eftir einhverjum öðrum eða eftir að rétti tíminn komi. 
Við erum þau sem við höfum verið að bíða eftir. Við erum breytingarnar sem við leitumst eftir".

Þjónusta í boði

Boðið er upp á frítt 20 mín kynningaviðtal

Einstaklingar

Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná auknum árangri og auka skilvirkni. Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa einstaklingum að öðlast skýrari framtíðarsýn og hvernig hann getur nýtt styrkleika sína til að raungera þá sýn.

Fjarmarkþjálfun

Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná auknum árangri og auka skilvirkni. 
Fundur fer fram í gegnum Zoom og gerir því þeim kleift að nýta þjónustuna sem búsettir eru annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu.

Persónuleg stefnumótun

Með aðferðafræði markþjálfunar förum við í gegnum það sem mestu skiptir máli fyrir þig. Byrjum á því að efla sjálfsþekkingu þína og sjálfstraust. Finnum hver gildi þín eru og hvernig þú getur lifað eftir þeim.
Með þessari aðferð öðlast þú skýrari sýn á markmið þín og drauma og lærir leiðir til þess að fara á eftir því sem þig dreymir um. 

Fyrirlestrar og námskeið

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra sem nýtast fyrir einstaklinga, hópa, teymi, íþróttafélgög, unglinga á leið inn í lífið, vinnustaði og aðra hópa.
Einblínt er á uppbyggingu á sjálfstrausti, styrkleikum hvers og eins, gildum og markmiðasetningu.
Hvernig nær hópur eða teymi. samansett af mismunandi leikmönnum, að stilla sig saman og vinna að sama markmiði?

Teymi og hópar

Markþjálfun í hópi einstaklinga sem eru að vinna saman að tilteknu viðfangsefni en þó allir á einstaklingsforsendum. Einstaklingarnir geta því unnið út frá sínum forsendum að markmiðinu og markþjálfi heldur utan um ferlið.
Tilvalið fyrir íþróttalið og vinnustaði.

Stjórnendamarkþjálfun

Það er jafn mikilvægt fyrir stjórnanda að hafa markþjálfa og fyrir íþróttamann að hafa þjálfara. Stjórnendamarkþjálfun er mjög áhrifarík og framsækin þjálfunaraðferð, með áherslu á sérþarfir stjórnandans. Hún eykur afköst, vöxt og þroska þess stjórnanda sem fær þjálfun. Árangurinn er mælanlegur.

NBI Huggreining


Ástæðan fyrir því að þú ættir að fjárfesta í því að taka svona greiningu er að þú lærir mjög vel á sjálfan þig. Hugsniðið
veitir okkur innsýn í huga hvers og eins er varla til sá vettvangur þar sem ekki er hægt að nota það til að efla skilning á hneigðum allra þeirra sem taka NBI-greiningu.

NBI hugsniðið sýnir:

-  hvernig þú tjáir þig
-  hvernig þú kemur fram við aðra
-  hvernig þú stundar viðskipti
-  hvernig þú lærir
-  hvernig þú kennir
-  hversu ánægð(ur) þú værir í tilteknu starfi
-  hvernig þú leysir vandamál
-  hvernig þú tekur ákvarðanir o.s.frv.

 

ab-logo-svart.png

Markþjálfun fyrir þig

Markþjálfun getur hjálpað einstaklingi að ná betri árangri í lífi og starfi, bætt samskipti, aðstoðað einstaklinga við að ná markmiðum og aukið lífshamingju.
Hafa samband
Sími: 845 5230
221 Hafnarfjörður
agnes@agnesbarkar.is

Flýtileiðir